Mozilla VPN
Öryggi, áreiðanleiki og hraði - í hverju tæki, hvert sem þú ferð.
Sýndar-einkanet frá framleiðendum Firefox.
Skráðu þig á biðlistannWe currently offer Mozilla VPN in Austria, Belgium, Bulgaria, Canada, Croatia, Cyprus, the Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, Germany, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malaysia, Malta, the Netherlands, New Zealand, Poland, Portugal, Romania, Singapore, Slovenia, Slovakia, Spain, Sweden, Switzerland, the UK, and the US.
Einn smellur til að fá næði
Brunaðu um netið, streymdu, spilaðu og framkvæmdu vinnu ásamt því að varðveita persónuleg gögn þín á netinu. Hvort sem þú ert að ferðast, nota almennings-WiFi eða sért einfaldlega að leita að meira öryggi á netinu, munum við alltaf setja friðhelgi þína í fyrsta sæti.
We currently offer Mozilla VPN in Austria, Belgium, Bulgaria, Canada, Croatia, Cyprus, the Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, Germany, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malaysia, Malta, the Netherlands, New Zealand, Poland, Portugal, Romania, Singapore, Slovenia, Slovakia, Spain, Sweden, Switzerland, the UK, and the US.
- Valkostur til að tengja allt að 5 tæki
- Meira en 500 netþjónar í yfir 30 löndum
- Dulritun í hverju tæki
- Engar bandbreiddartakmarkanir
- Engin skráning á netvirkni þinni
Hratt og öruggt netkerfi
Mozilla VPN keyrir á alþjóðlegu neti netþjóna. Með því að nota fullkomnustu WireGuard® samskiptareglur, dulritum við netvirkni þína og felum IP-vistfang þitt. Við skráum ekki, rekjum aldrei eða deilum nokkru af netgögnunum þínum.
VPN frá vörumerki sem þú getur treyst
Í meira en 20 ár hefur Mozilla haft á stefnuskránni að setja fólk í fyrsta sæti og berjast fyrir friðhelgi einkalífs á netinu. Með sjálfseignarstofnun sem bakhjarl, erum við staðráðin í að byggja upp betra og heilbrigðara internet fyrir allt fólk. Allt sem við gerum er hluti af markmiðum okkar og fylgir grunnreglum okkar í hvívetna.
Í boði í 33 löndum núna. Fleiri landsvæði koma fljótlega
We currently offer Mozilla VPN in Austria, Belgium, Bulgaria, Canada, Croatia, Cyprus, the Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, Germany, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malaysia, Malta, the Netherlands, New Zealand, Poland, Portugal, Romania, Singapore, Slovenia, Slovakia, Spain, Sweden, Switzerland, the UK, and the US.
Algengar spurningar
Hvað er VPN og hvert er notagildi þess?
Eftir því sem meira af daglegu lífi fer fram í gegnum internetið verður gagnaleynd og öryggi á netinu æ mikilvægara. VPN, Virtual Private Network, getur hjálpað þér að búa til örugga, einkatengingu við internetið. Það virkar með því að búa til „göng“ á milli tækisins þíns og VPN-þjónustuveitu, hulin frá öðrum hlutum internetsins, sem verndar þig á tvo mikilvæga vegu:
- Að fela raunverulegt IP-vistfang þitt. Þetta verndar auðkennin þín og hylur staðsetningu þína.
- Dulritar umferðina á milli þín og VPN-veitunnar þinnar, svo enginn á staðarnetinu þínu geti afkóðað eða breytt henni.
Skoðaðu fimm raunveruleg dæmi þar sem þú vilt hafa VPN í tækinu þínu.
Hvaða upplýsingar geymir Mozilla VPN?
Við fylgjum nákvæmlega gagnaverndunarreglum Mozilla og við söfnum aðeins þeim gögnum sem þarf til að halda VPN starfhæfu og til að bæta þjónustuna með tímanum . Við fylgjumst einnig með herferðar- og tilvísunargögnum í farsímaforritinu okkar til að hjálpa Mozilla að skilja árangur markaðsherferða okkar. Lestu meira í persónuverndarstefnunni okkar.
Hvernig er friðhelgi einkalífs vernduð?
WireGuard® samskiptareglur dulrita netumferðina þína og vernda allar persónulegar upplýsingar þínar. Í samanburði við fyrirliggjandi VPN-samskiptareglur, er léttur kóði WireGuard auðveldari fyrir öryggissérfræðinga að skoða og prófa – sem gerir þetta að öruggari valkosti fyrir VPN. Að auki er virkni þín á netinu alfarið nafnlaus vegna þess að við skráum ekki, rekjum aldrei eða deilum netgögnunum þínum.
Hvernig er Mozilla VPN samanborið við samkeppnisaðila?
Þó að ókeypis VPN-veitur virðist aðlaðandi, hafa þær ekki sömu skuldbindingar varðandi friðhelgi einkalífsins og Mozilla VPN. Önnur VPN eru ekki með yfir 20 ára reynslu Mozilla í að byggja upp hugbúnað sem setur fólk og friðhelgi einkalífsins í fyrsta sæti.
Hvaða tæki er Mozilla VPN samhæft við?
Mozilla VPN er samhæft við farsíma, spjaldtölvur og vinnutölvur á :
Hver er endurgreiðslustefna Mozilla VPN?
Í fyrsta skipti sem þú gerist áskrifandi að Mozilla VPN í gegnum vefsvæði Mozilla; ef þú segir upp reikningnum þínum innan fyrstu 30 daganna, geturðu beðið um endurgreiðslu og Mozilla mun þá endurgreiða fyrsta áskriftartímabilið þitt.
Ef þú kaupir áskriftina þína með kaupum inni í forriti frá Apple App Store eða Google Play versluninni, er greiðslan þín háð skilmálum og skilyrðum App Store. Þú verður að beina öllum fyrirspurnum um innheimtu og endurgreiðslu vegna slíkra kaupa til Apple eða Google, eftir því sem við á.
Hvernig stýri ég áskriftinni minni?
Ef þú ert nú þegar áskrifandi að Mozilla VPN geturðu breytt áskriftarleiðinni þinni eða stjórnað áskriftinni þinni hvenær sem er.
Hvernig sæki ég Mozilla VPN þegar ég er nú þegar áskrifandi?
Farðu á niðurhalssíðuna til að setja upp Mozilla VPN á tækinu þínu og skráðu þig svo inn með Firefox Account-reikningnum þínum.